22/12/2024

Upplestrarkeppnin á Drangsnesi

Lokahátíð stóru upplestrar-keppninnar á Ströndum og í Reykhólahreppi fór fram á Drangsnesi á föstudaginn síðasta. Þar kepptu ellefu nemendur í 7. bekk í skólunum á Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum sín á milli. Keppendur stóðu sig allir með stakri prýði og gerðu dómnefndinni erfitt fyrir um að velja á milli, en það var Sigurdís Egilsdóttir frá Reykhólum sem fór með sigur af hólmi. Vegleg verðlaun voru gefin af Sparisjóði Strandamanna og afhenti Guðmundur B. Magnússon sparisjóðsstjóri þau. Á meðan dómnefnd réði ráðum sínum fluttu nemendur 1.-4. bekkjar í Grunnskólanum á Drangsnesi frumsamið atriði.

Niðurstaðan varð að lokum þessi:

1. sæti: Sigurdís Egilsdóttir frá Reykhólum
2. sæti: Birna Karen Bjarkadóttir frá Hólmavík
3. sæti: Valdís Kristín Valdimarsdóttir frá Reykhólum

Meðfylgjandi myndir tók Silja Ingólfsdóttir, nemandi við Grunnskólann á Hólmavík.

Stóra upplestrarkeppnin – ljósm. Silja Ingólfsdóttir