22/12/2024

Ungir framsóknarmenn fagna

Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Dala- og Strandasýslu (FUF-DS) hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er þeim sáttum sem náðst hafa í þingmannaliði Framsóknarflokksins. Orðrétt segir í ályktuninni:


 "Stjórn FUF-DS fagnar þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarmanna að hafa skipað Kristinn H. Gunnarsson á ný í þingnefndir fyrir flokkinn. Sú ákvörðun eykur mjög vægi þingmanna kjördæmisins. Ekki síst fagnar FUF-DS því að Kristinn H. er kominn í sjávarútvegsnefnd þingsins."