22/12/2024

Ung kona fótbrotnaði við klettaklifur

580-krossnes

Ung kona fótbrotnaði illa í gærkveldi í grennd við Krossnes í Árneshreppi. Hún hafði verið þar við klettaklifur. Björgunarsveitarmenn úr Strandasól komu konunni til aðstoðar og hlúðu að henni þangað til sjúkrabíll frá Hólmavík kom á vettvang, en um einn og hálfan tíma tekur að aka norður að Krossnesi frá Hólmavík.