23/12/2024

Undirbúningsfundur fyrir unglingalandsmót

Héraðssamband Strandamanna og Umf. Geislinn standa fyrir undirbúningsfundi fyrir unglingalandsmót í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld. Fundurinn hefst kl. 21:00 og er ætlaður þeim sem stefna á landsmótið um verslunarmannahelgina, en í þetta skiptið verður það haldið á Laugum í Þingeyjarsveit. Unglingalandsmótið er vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduskemmtun þar sem börn og unglingar á aldrinum 11-18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Einnig er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.