22/12/2024

Undarlegt uppistand á Hótel Laugarhóli

645-bjartur
Miðvikudagskvöldið 11. júlí 2012, er blásið til uppistands á Hótel Laugarhóli og hefst grínið kl. 21:00. Beatur the Mugizian (eða Bjartur Guðjónsson á Bakka), sem er tvímælalaust einn besti beatboxarinn á landinu bláa (og þó víðar væri leitað), hefur verið að gera góða hluti hérlendis og erlendis með músíkskotnu gríni af bestu sort. Beatur galdrar fram melódísk ævintýri á rytmískum slóðum og hefur einstakt lag á að gera grín að sjálfum sér og augnablikinu. Aðgangseyrir aðeins 1000 kr. og allir hjartanlega velkomnir.