
Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja eftirtalin verkefni:
- Sérstök verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra. Ekki eru veittir styrkir til árvissra eða fastra atburða í félagsstarfi, svo sem þinga, móta eða þess háttar atburða né ferða hópa.
- Þjálfun æskulýðsleiðtoga og leiðbeinenda til virkrar þátttöku í æskulýðsstarfi, m.a. með námskeiðum og þátttöku í þeim.
- Nýjungar og tilraunir í félagsstarfi barna og ungmenna.
- Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka á sviði félagsstarfa.
Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Æskulýðssjóður, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.