22/12/2024

Umferðartalning á Arnkötludal aðgengileg

Vegagerðin er núna nýlega farin að miðla upplýsingum um umferð á Arnkötludal á vef sínum og í textavarpinu. Veðurstöð var sett þar upp um svipað leyti og vegurinn var opnaður þann 14. október fyrir ári, en orðið hefur bið á að upplýsingar um umferðina væru aðgengilegar. Nú hefur þessu verið kippt í liðinn, ferðalöngum til hagsbóta og heimamönnum til gleði. Sjá má að sunnudaginn 3. október kl. 12:00 á hádegi hafa 11 bílar farið um Arnkötludal í dag, þar af 2 síðustu 10 mínútur. Þar er 8 stiga hiti og vindur er 5 metrar á sekúndu úr norðnorðaustri.