26/12/2024

Umferðaróhapp við Kirkjuból

Umferðaróhapp varð við Bæjarvíkina á Kirkjubóli í Steingrímsfirði í gærkvöldi þar sem tvær flutningabifreiðar mættust. Engin slys urðu á fólki, en tildrögin voru með þeim hætti að hliðarhurð annars bílsins var opin og rakst á bílinn sem kom á móti. Bíllinn skemmdist töluvert. Eins og fyrr segir slasaðist enginn, en til láns má telja að bíllinn sem kom á móti var ekki minni.