24/04/2024

Lista og menningarhátíðin í kvöld

Félagsheimilið á HólmavíkLista og menningarhátíðin sem undirbúin er og skipulögð af unglingum í félagsmiðstöðinni Ozon verður haldin með pompi og prakt í félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld klukkan 20:00. Húsið opnar klukkan 19:30. Fram koma m.a. félagar úr Leikfélagi Hólmavíkur og Leikhópurinn Flæði, ásamt fimm hljómsveitum sem stíga á stokk.


Það eru hljómsveitirnar Sykurpúðarnir, Flís, Ekkert að ske, Seven og Áttaníu. Utan hljómveitanna er tónlistin afar fjölbreytt eins og eftirtaldir listamenn sem fram koma á hátíðinni bera með sér, Kristján Sigurðsson og Bjarni Ómar, Þorbjörg Matthíasdóttir þverflautuleikari, söngfuglarnir Sigurrós Þórðardóttir og María Mjöll, Hlíf, Árdís Rut og Ásdís Jóns, 15 ára sönghópur, Jón Halldórsson (á Berginu), Hjörtur og Rósmundur Númasynir ásamt Lýð Jónssyni og söngtríóið Stelpurnar hans Stjána. Myndlistin verður í höndum Bergs Thorberg myndlistamanns. Einnig verður tilkynnt um sigurvegara í samkeppni um lógó fyrir félagsmiðstöðina en hægt var að skila tillögum í samkeppnina til 15. janúar s.l.

Miðaverð er krónur 1.200.- fyrir fullorðna og 600.- fyrir 6-12 ára, frítt fyrir börn yngri en fimm ára. Veitingar, kaffi, djús og bakkelsi er innifalið í aðgangseyri.