22/12/2024

Umferðaróhapp í Bitrufirði

Laust eftir miðjan dag í gær varð umferðaróhapp í Bitrufirði. Jeppabifreið sem var á vesturleið valt skammt sunnan við skiptihæðina fyrir sunnan Enni. Hafnaði bifreiðin á hvolfi utan vegar, ekki urðu teljandi slys á fólki en tvennt var í bifreiðinni. Hálka var þar sem óhappið varð og vegurinn mjög holóttur. Bifreiðin var flutt af staðnum og er mjög mikið skemmd.

 

 

 

Akið varlega – ljósm.: Sveinn Karlsson