22/12/2024

Tvö umferðaróhöpp á föstudaginn

Akið varlega!Tvö umferðaróhöpp urðu á Ströndum síðastliðinn föstudag, en frá þeim er sagt á mbl.is. Jeppi fór fram af brattri vegbrún út úr kröppustu beygjunni í norðanverðum Ennishálsi. Fimm voru í jeppanum, en engin slasaðist alvarlega. Flytja þurfti bifreiðina á brott með dráttarbíl. Vegur var auður þegar óhappið varð. Sama dag valt bifreið á Steingrímsfjarðarheiði í hálku og hvassviðri. Þrír voru í þeim bíl og fóru þeir allir í skoðun á Heilsugæslustöðina á Hólmavík. Bifreiðin var mikið skemmd og flutt af vettvangi með kranabíl.