15/04/2024

Stór flutningabíll valt

Í dag valt stór flutningabíll eða trailer með eftirvagn á veginum í beygjunni framan við bæinn Kirkjuból við Steingrímsfjörð. Bílstjórinn sem var einn í bílnum virtist ómeiddur, en var fluttur til rannsóknar á Hólmavík. Slökkviliðið á Hólmavík er við gæslu á staðnum og hægt er að komast framhjá bílnum þar sem hann liggur á götunni. Minna en ár er síðan annar trailer valt á sama stað. Myndir frá því má finna undir þessum tengli, en myndir frá veltunni í dag eru hér að neðan. Bíllinn var hlaðinn af skreið og var á suðurleið.

Ljósm. Jón Jónsson