23/12/2024

Tveggja leikja munur!

Úrslit síðustu helgar í tippleiknum birtast óvenju seint á vefnum að þessu sinni. Það er þó sennilega allt í lagi því þeir Bjarni Ómar Haraldsson og Andri Freyr Arnarsson gerðu stórmeistarajafntefli; skildu jafnir með sjö stigum gegn sjö sem verður að teljast óvenju góður árangur þegar tippað er á ensku bikarkeppnina. Spekingarnir hafa skilað inn spám sínum fyrir næstu helgi og það er óhætt að segja að aldrei í sögu leiksins hafa þátttakendur verið jafn sammála. Aðeins tveir leikir skilja Bjarna og Andra að. Það eru leikir 11 og 12 sem eru ólíkir og því nóg fyrir fólk að fylgjast með þeim til að vita hver vinnur. Hér fyrir neðan er hægt að lesa skemmtilegar spár kappanna:

1. Birmingham – Arsenal

Bjarni: Leikmenn Arsenal verða að taka þennan eða þá að stuðningsmennirnir tínast af liðinu eins og fötin af fatafellu í góðu stuði. Tákn: 2.

Andri: Arsenal verða að fara að setja upp seglin gegn liði í botnsæti, Wenger orðinn æstur í að Henry skrifi undir nýjan samning. Henry setur hann í netið og Arsenal vinnur liklega nokkuð sannfærandi sigur. Tákn 2.

+++

2. Everton – Man. City

Bjarni: Leikmenn Everton hafa sýnt feikna góða takta undanfarið og vinna á heimavelli 2-1. Tákn: 1.

Andri: Fowler er farinn, nú liggur leiðin beint niður á við hjá City og líklega sigra þeir ekki fleiri leiki í ár. Tákn: 1.

+++

3. Bolton – Wigan

Bjarni: Þetta verður gríðarleg rimma. Veðja á að Boltonmenn taki það, enda enn í skýjunum eftir sigurinn gegn Arsenal í bikarnum sem styrkir þá í þeirri trú að það að vinna sé gott mál. Tákn: 1.

Andri: Erfiðasti leikur vikunnar, 2 skemmtileg og spræk lið sem hafa bæði komið á óvart með góðri knattspyrnu. Wigan hins vegar aðeins að hiksta uppá síðkastið og er á erfiðum útivelli. Tákn: 1.

+++

4. West Ham – Sunderland

Bjarni: West Ham  tæta Sunderland í sig og vinna stórsigur. Tákn: 1.

Andri: Skinkurnar hljóta að vinna langlélegasta og leiðinlegasta liðið í deildinni, omg, gvöð, díjses hvað þeir eru fkn leiðinlegt lið! Tákn: 1.

+++

5. WBA – Blackburn

Bjarni: Jafnteflislegt er það. Verst að fá samt ekki að þrítryggja þennan leik. Úr því  ég þarf að velja er það jafnteflið sem er vænlegast. Tákn: X.

Andri: Þó svartbirnirnir í Blackburn séu í efri hluta deildarinnar gegn liðinu í 17. sæti þá hef ég einhvern veginn það á tilfinningunni að þetta verði jafntefli í markamiklum leik. Tákn: X.

+++

6. Newcastle – Portsmouth

Bjarni: Newcastle eiga þennan. Tákn: 1.

Andri: Þá er loksins búið að reka Souness og þá hlýtur liðið að fara á sigurbrautina með þennan annars mjög góða hóp. Þar sem Souness var svo sannarlega lélegri en enginn þá hljóta Nýkastalamenn að klára þennan leik. Tákn: 1.

+++

7. Middlesbro – Aston Villa

Bjarni: Nú er úr vöndu að ráða, 2-2 jafntefli. Tákn: X.

Andri: Í gegnum tíðina hafa þessi 2 lið verið nákvæmlega eins… rokkandi frá 6-16 sæti síðustu 10 ár. Ansi erfiður leikur sem endar líklega bara með jafntefli, getur annars allt gerst. Tákn: X.

+++

8. Man. Utd. – Fulham

Bjarni: Mínir menn taka það örugglega (held ég). Annars veit ég ekki hvort ég trúi á þá eins og ég gerði í gamle dage. Kannski þetta sé leikurinn sem gæti fyllt mælinn ef þeir bregðast mér. Tákn: 1.

Andri: Manserar komnir á góða siglingu og unnu m.a. besta lið Evrópu fyrir stuttu, þeir hljóta að klára Fulham. Tákn: 1.

+++

9. Crewe – Reading

Bjarni: Reading rúlla áhöfninni saman á útivelli enda eru þeir einfaldlega langbestir í 1. deildinni sem stendur. Tákn: 2.

Andri: Reading er alveg að drepast úr of góðu formi þessa dagana og fátt getur stoppað þá… klárlega útisigur hjá þeim þarna gegn annars ágætu liði Crewe. Tákn: 2.

+++

10. C. Palace – Cardiff

Bjarni: Leikmenn Cardiff reyna hvað þeir geta og standa sig örugglega vel aðeins einu sæti á eftir Palace í deildinni. Palace á þó óskabyrjun á heimavelli sem færir þeim sanngjarnan sigur. Tákn: 1.

Andri: Heimamenn ættu að hafa þennan leik enda á sterkum heimavelli. Tákn: 1.

+++

11. Stoke – Preston

Bjarni: Hef trú á því að Stokarnir íslensku nái að halda jöfnu í þessum leik án þess að hafa hugmynd um það. Stóðu sig vel í bikarnum en hvort það dugar????: Tákn: X.

Andri: Þó þarna séu Íslendingar við völd, þá gengur það ekki gegn Preston… þeir eru einfaldlega sterkari. Spurning samt með heimavöllinn… en ég segi samt: Tákn: 2.

+++

12. Leicester – Wolves

Bjarni: Nú er að duga eða drepast fyrir Leicester – þeir einfaldlega verða að vinna. Á meðan geta Úlfarnir synt kæruleysislega áfram út leiktíðina um miðja deildina og er því skrattans sama um einhvern sigur eða ekki. Tákn: 1.

Andri: Ég held að þetta sé alveg klárlega þessi týpíski jafnteflisleikur… Tákn: X.

+++

13. Southampton – Derby

Bjarni: Derby einfaldlega eru að gera í  brækurnar þessa dagana og missa því enn þrjú stig í heimsókn sinni til hafnarborgarinnar Southampton. Tákn: 1.

Andri: Baráttuglaðir Southampton menn eru með fínan hóp en Derby vantar soldið upp á. Ég er ansi hræddur um að heimamenn valti yfir Derby í þessum leik. Tákn: 1.