22/12/2024

Tríó í Hólmavíkurkirkju

Tríó úr Húnaþingi vestra ætlar að halda tónleika í Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 9. júní klukkan 20:30. Hópurinn inniheldur tvo þverflautuleikara og einn píanóleikara – Elinborg Sigurgeirsdóttir leikur á píanó og Aldís Olga Jóhannesdóttir og Kristín Guðmundsdóttir  á þverflautu. Spila þær bæði saman og svo í sitt hvoru lagi. Efnisskráin er fjölbreytt og höfðar til allra. Aðgangseyrir er kr. 1.000.-, en frítt er fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.