23/12/2024

Tónlist fyrir alla á Hólmavík

Verkefnið Tónlist fyrir alla hefur nú um árabil heimsótt grunnskólana í landinu á næstum hverju ári og nú í október var Hólmavík heimsótt. Þá var öllum nemendum grunnskólanna á Hólmavík, Drangsnesi og Finnbogastöðum boðið til tónleika í Hólmavíkurkirkju þar sem Ólafur Elíasson lék á flygil. Síðast þegar verkefnið heimsótti Hólmavík í apríl síðastliðnum tróðu húmoristarnir í Hundur í óskilum upp fyrir Strandabörnin, eins og sjá má í þessari gömlu frétt. Myndir frá síðustu heimsókn verkefnisins á Strandir eru hér að neðan.

Ljósm.: Kristín S. Einarsdóttir