22/12/2024

Tónleikar á Drangsnesi

Bandarískur þjóðlagasöngvari Acoustic Rosh er á ferð um Ísland með gítarinn sinn og heldur tónleika víða um land. Hann ætlar að halda tónleika í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi þriðjudaginn 2. maí, kl 20:00. Ekki vitum við mikið um þennan listamann, en hann ferðast um, skoðar heiminn og spilar þjóðlagatónlist fyrir fólk. Hann mun koma fram á Súðavík áður en hann kemur á Drangsnes og fara svo á Hvammstanga. Þar sem hann kemur fram á Rás 2 í dag kl 13.30 verður hægt að nálgast sýnishorn af tónlist hans á http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/live/. Aðgangseyrir er kr. 1.000.- og einnig verða seldir cd diskar á staðnum.

Einnig er fróðleikur um Acoustic Rosh á heimasíðu hans á slóðinni www.acousticrosh.com en þar ætlar hann meðal annars að halda vefdagbók um ferðina um Ísland.