04/05/2024

Tónfundir í liðinni viku

Í vikunni voru haldnir tónfundir á vegum Tónskólans á Hólmavík, alls þrjú kvöld. Þar koma nemendur fram og sýna foreldrum og ættingjum hvað í þeim býr og spiluðu ýmist saman eða sitt í hvoru lagi. Síðan var spjallað yfir kaffibolla. Tveir kennarar eru við Tónskólann á Hólmavík, Stefanía Sigurgeirsdóttir og Bjarni Ómar Haraldsson. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is fór á einn tónfundinn, þar sem gítarar, bassar og trommur voru í aðalhlutverki, en einnig sáust óhefðbundin hljóðfæri eins og úkúlele sem einn yngsti nemandinn spilaði kunnáttusamlega á.

Tónfundur

atburdir/2007/580-tonfundur5.jpg

atburdir/2007/580-tonfundur3.jpg

atburdir/2007/580-tonfundur1.jpg

Ljósm. Jón Jónsson