05/10/2024

Tjaldurinn mættur á Strandir

Farfuglarnir eru farnir að sjást víða í fjörum á Ströndum. Nokkuð er síðan álftir voru farnar að sjást víða um Strandir og í síðustu viku mætti fjöldinn allur af tjöldum á svæðið. Eru þeir búnir að jafna sig eftir flugið til landsins og farnir að hrópa og skrækja sem mest þeir mega hver á annan. Fargestir hafa líka verið á svæðinu, svartþrestir hafa sést á Drangsnesi og Kirkjubóli á Ströndum og sjálfsagt víðar.