22/12/2024

Tilboð í brúarviðgerðir opnuð

Tilboð í brúarviðgerðir á vegi 68 um sunnanverðar Strandir hafa verið opnuð hjá Vegagerðinni, en þrjú slík verkefni voru boðin út nýverið. Lægsta tilboðið í viðgerðir á brúnni yfir Þambá í Bitrufirði átti fyrirtækið
Verkvík – Sandtak í Hafnarfirði, hljóðaði það upp á 4.573.200.- og var tilboðið tæp 67 prósent af kostnaðaráætlun. Fyrirtækið Íslandsmálarar ehf í Reykjavík átti hins vegar lægsta tilboðið í brúna yfir Tunguá í Bitrufirði eða 5.520.000.- sem er 69% af áætlun Vegagerðarinnar. Íslandsmálarar ehf áttu einnig lægsta tilboðið í viðgerð brúa yfir Fellsá í Kollafirði og Hrófá í Steingrímsfirði eða 4.935.000.- og er það aðeins 50,2% af áætluðum kostnaði samkvæmt Vegagerðinni. Sjö tilboð bárust í öll verkefnin