16/06/2024

Þorrablót á Hólmavík

Pungar í hrúguFréttaritari strandir.saudfjarsetur.is hefur haft fregnir af því að þorrablót Hólmvíkinga muni verða haldið laugardaginn 29. janúar næstkomandi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum eru hólmvískar konur sem skipa þorranefndina þegar farnar að funda til að ákveða hvað skuli gert til skemmtunar, en áralöng hefð er fyrir því á Hólmavík að konur sjái um skemmtiatriði á þorrablóti og karlarnir sjái um sprellið þegar Góa tekur við.


Ekki hefur enn frést af öðrum þorrablótum á Ströndum, en þó er öruggt að menn eru farnir að huga að þeim málum og safna í satíruna. Venjulega eru líka haldin þorrablót á Borðeyri, Drangsnesi og í Sævangi.