26/12/2024

Þorrablót á Hólmavík 28. janúar

Þorrinn ef hafinn og framundan eru þorrablót af öllum stærðum og gerðum. Á Hólmavík verður þorrablót um næstu helgi, laugardaginn 28. janúar. Þorranefndin hefur hafið æfingar á skemmtiatriðum, enda eru öll handrit tilbúin og sagan segir að þau verði óvenju fyndin og beitt að þessu sinni. Það er Café Riis sem sér um þorramatinn og hljómsveitin Úlrik spilar síðan fyrir dansi. Hægt er að hafa samband við nefndarkonur til að panta miða.

Skemmtinefndin á Þorranum 2012 – ljósm. Ester Sigfúsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir