Categories
Frétt

Þjóðbrók og hitt hyskið frumsýnt í gærkvöldi

Þjóðbrók og hitt hyskiðBrúðuleikhússýningin Þjóðbrók og hitt hyskið var frumsýnt á Galdraloftinu í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda á öllum aldri. Í sýningunni koma fram ýmsar þekktar þjóðsagnapersónur á Ströndum, svo sem skessurnar Þjóðbrók og Kleppa sem bjuggu í dölunum í botni Steingrímsfjarðar. Finnbogi rammi kemur einnig við sögu ásamt Gissuri smala og fleiri skemmtilegum persónum. Það er óhætt að segja að frammistaða leikaranna fjögurra sem fara með öll hlutverkin í sýningunni sé aldeilis stórkostleg. Ekki sakar heldur að gerfi þeirra eru hreint út sagt ótrúleg. Önnur sýning er í kvöld kl. 20:00 og þriðja sýning annað kvöld á sama tíma. Miðapantanir eru i síma 451 3525 en sætamagn er takmarkað á hverja sýningu.