22/12/2024

Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011

Þjóðaratkvæðagreiðsla um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011 um samkomulag í Icesavedeilunni verður haldin laugardaginn 9. apríl 2011 um land allt. Vefnum hefur borist ein fréttatilkynning um opnunartíma kjördeildar á Ströndum og á hún við um Strandabyggð. Ein kjördeild er í Strandabyggð og verður kjörstaður í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Kjörfundur hefst kl. 9:00 að morgni, en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00 (sbr. 93. gr. laga um kosningar til alþingis nr. 80/1987).

 Sérstök athygli kjósenda er vakin á 79. gr. laga nr. 24/2000:

,,Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér svo sem með því að segja til sín og framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörstjórninni afhendir kjörstjórn honum einn kjörseðil."