22/12/2024

Þaðan sem norðanvindurinn kemur, býr fólk með gott hjartalag

Þessa vikuna fram til 31. júlí verður uppi ljósmyndasýning eftir ljósmyndarann
Fiann Paul utan á Galdrasafninu á Hólmavík. Safnahúsið hefur verið þakið stórum
ljósmyndum sem sýna arfleifð Inúíta á Grænlandi en Fiann hefur dvalið þar löngum
stundum. Hann hefur búið á Íslandi um árabil. Hann er afreks íþróttamaður og
keppir fyrir Íslands hönd í róðri. Fiann Paul hefur til að mynda sett tvö
heimsmet í róðri yfir Atlantshafið á árabáti frá ströndum Afríku til S-Ameríku
og undirbýr sig nú af kappi fyrir heimsmeistaramót í róðri yfir Indlandshaf sem
haldð verður á næsta ári. Ljósmyndirnar sem prýða útveggi safnahússins eru 32
talsins og eru birtingarmynd fyrir visku Inúíta á Grænlandi.