26/12/2024

Það er komið sumar …

Sumarið kom á Ströndum í dag. Sólin lét sjá sig dágóða stund og nú undir kvöld er heiðskýrt og sól. Kuldinn sem hefur sett svip á Strandir mest allan júnímánuð hefur látið undan síga og víða mátti sjá Strandamenn á rölti á skyrtum og bolum í dag. Úlpan virðist hafa verið hengd á snagann í fyrsta skipti í mánuðinum. Stóri borgarísjakinn á Steingrímsfirðinum er allur að skreppa saman og verður sennilega orðinn að engu um Hamingjudagana. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is hljóp um með myndavélina í morgun og hræddi nokkra fugla.

Ljósm. Jón Jónsson