05/12/2024

Geislakrakkar á skotskónum

Það var hreinlega örtröð af fótboltaglöðum ungum krökkum í íþróttahúsinu í dag þegar fréttaritari leit inn  með myndavélina. Þjálfarinn Gunnar Bragi Magnússon var að smala saman stórum hópi og skipta í lið. Hápunktur fótboltasumarsins er á næsta leyti, en þá fer fjöldi barna af Ströndum og tekur þátt í hinu vinsæla KB-bankamóti í Borgarnesi. Hafa Strandamenn tekið þátt ásamt Kormáki á Hvammstanga nokkur undarfarin sumur og sent sameiginleg lið. Keppendur eru á aldrinum 5-14 ára. Þorvaldur Hermannsson sem gegnir starfi þjálfara og framkvæmdastjóra Héraðssambands Strandamanna í sumar hefur veg og vanda af skipulagningu mótsins.