27/04/2024

Tekjujöfnunarframlögum til sveitarfélaga úthlutað

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur nú samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga til sveitarfélaganna vegna ársins 2010. Áætluð heildarfjárhæð framlaganna nemur rúmum 1,2 milljarði og njóta fjölmörg sveitarfélög slíkra framlaga og skipta þau víða miklu máli fyrir reksturinn. Á Ströndum eru framlögin til einstakra sveitarfélaga með þeim hætti að Strandabyggð fær tæpar 28,9 milljónir, Bæjarhreppur rúma 6,1 milljón og Kaldrananeshreppur rúmar 3,5 milljón. Ekki er áætlað að Árneshreppur fái framlag úr þessum potti Jöfnunarsjóðsins, en áætlunina má skoða í heild undir þessum tengli.