23/12/2024

Talningu lokið í Strandabyggð

300-arn5Kjörfundi og talningu er lokið í Strandabyggð vegna sveitarstjórnarkosninganna 2010 og var mjótt á mununum milli J-lista og V-lista. Fór svo að lokum að J-listi félagshyggjufólks fékk 129 atkvæði og fær samkvæmt því þrjá menn í sveitarstjórn. V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fékk 125 atkvæði og fær því tvo fulltrúa í sveitarstjórn. Auð atkvæði voru 19 talsins. Ekki var búið að fara yfir útstrikanir, þegar þessi frétt er skrifuð.