22/12/2024

Sýning og kaffihús

Skólabörnin í peningageymslu KB-bankaAlla þessa viku hefur verið mikið um dýrðir í Grunnskólanum á Hólmavík og á morgun, föstudaginn 18. mars, er uppskeruhátíðin. Þá er opið hús í skólanum frá kl 12-14. Kaffihús verður starfrækt í mötuneytinu á vegum matreiðsluhópsins og aðrir hópar sýna afrakstur vinnunnar í vikunni víðs vegar um skólann. Allir eru hjartanlega velkomnir.