14/11/2024

Sýning á handverki hjá félagsstarfi eldri borgara

IMG_0920

Á dögunum var sýning á handverki sem unnið hefur verið í félagsstarfi eldri borgara á Hólmavík í vetur. Sýningin var í aðstöðunni fyrir félagsstarfið í Félagsheimilinu á Hólmavík og var vel sótt. Einnig hefur verið boðið upp á vinnuaðstöðu fyrir félagsstarfið reglulega í smíðastofu Grunnskólans á Hólmavík í vetur. Umsjónarmenn með starfinu í vetur voru Ingibjörg Sigurðardóttir og Ingibjörg Emilsdóttir. Margt eigulegra og fallegra gripa var að finna á sýningunni sem var aðstandendum félagsstarfsins og handverksfólkinu öllu til sóma.

félagsstarf eldri handverk félagsstarf eldri handverk félagsstarf eldri handverk félagsstarf eldri handverk félagsstarf eldri handverk félagsstarf eldri handverk félagsstarf eldri handverk

Ljósm. Jón Jónsson