04/10/2024

Tilboð í endurbyggingu furubryggju í Kokkálsvíkurhöfn opnuð

580-drangsnes9

Tilboð í endurbyggingu furubryggju í Kokkálsvíkurhöfn voru opnuð 5. maí 2015, en sveitarstjórn Kaldrananeshrepps óskaði eftir tilboðum í verkið sem felst í að endurbyggja um 12 m furubryggju. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 18,5 milljónir. Eitt tilboð barst í verkefnið frá Lárusi Einarssyni og hljóðaði það upp á rúma 11,1 milljón eða um 60% af kostnaðaráætlun. Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. júlí 2015.