23/04/2024

Syngjandi konur! í Hólmavíkurkirkju

Kvennakórinn Norðurljós

Laugardaginn 19. mars kl. 15 verða tónleikar sem bera yfirskriftina Syngjandi konur! í Hólmavíkurkirkju. Þeir eru þannig tilkomnir að Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík tók um síðustu helgi þátt í söngbúðum með sama heiti í Borgarnesi með djasssöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur. Afrakstur þessarar vinnusmiðju og söngbúða verður svo sýndur á tónleikunum í Hólmavíkurkirkju, en á dagskránni eru fjölmörg skemmtileg og létt lög af ýmsu tagi.