04/10/2024

Ballið á Bessastöðum – frumsýning gekk vel

falkaordurogfjorÍ gær var söng- og gleðileikurinn Ballið á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju frumsýndur í Félagsheimilinu á Hólmavík. Sýningin tókst afbragðs vel og fékk góðar viðtökur frá áhorfendum. Leikritið er góð skemmtun fyrir fólk á öllum aldri og börnin hafa sérstaklega gaman af því. Það er Leikfélag Hólmavíkur sem setur stykkið upp, í samvinnu við Grunnskólann á Hólmavík. Leikstjóri er Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir. Var leikurum, leikstjóra og aðstandendum vel fagnað að sýningu lokinni. Framundan er önnur sýning á sunnudag kl. 14:00, síðan á þriðjudaginn kl. 18:00 og svo fleiri um páskana.