22/12/2024

Súpufundur um tækniþróun, nýsköpun og atvinnulíf

Halldór Jörgensen framkvæmdastjóri Microsoft á
Íslandi treður upp á súpufundi á Café Riis í hádeginu föstudaginn 26. febrúar, en hann ætlar að ræða hvernig framfarir í tækniþróun
geti nýst við uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Halldór er á hringferð um landið og mun einnig heimsækja Grunnskólann á Hólmavík á vegum www.saft.is til að ræða netöryggi og hvernig hvetja megi til ábyrgrar hegðunar í
rafrænum samskiptum. Hann vill vekja fólk til umhugsunar um hvernig
börn og fullorðnir geta varast ýmsar þær hættur sem fylgja netnotkun.
Súpufundurinn hefst að venju klukkan 12:00 og stendur til kl. 13:00, allir velkomnir.