22/12/2024

Súpufundirnir halda áfram

StrandahestarSúpufundir Þróunarsetursins á Hólmavík og Arnkötlu 2008 á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík halda áfram og í hádeginu í dag, fimmtudaginn 18. febrúar, verður kynning á fyrirtækinu Strandahestum. Síðasta fimmtudag var Grunnskólinn á Hólmavík kynntur og urðu þar nokkrar umræður um skólamál á Ströndum. Fram kom m.a. að ætlunin er að halda upp á 100 ára afmæli skólahalds á Hólmavík næsta haust. Sagði Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar í því samhengi að framkvæmdum á lóð skólans og frágangi á þakkassa yrði lokið fyrir þau hátíðarhöld. Þakkassinn mun hafa setið á framkvæmdahakanum frá því nýrri hluta skólans var tekinn í notkun 1984.