Categories
Frétt

Pub Quiz á föstudegi

 Föstudagskvöldið 19. febrúar fer fram á Café Riis Pub-Quiz keppni. Hún hefst kl. 21:00. Spurningahöfundar og spyrlar að þessu sinni eru þeir Bjarni Ómar Haraldsson og Arnar Jónsson, en þeir unnu einmitt síðustu keppni sem fór fram fyrir um mánuði síðan og hafa gefið fögur loforð um að semja spurningar við allra hæfi. Gestir keppa í tveggja manna liðum úti í sal. Það lið sem hefur flest svör rétt fer með sigur af hólmi og vinnur þar með kassa af svaladrykk. Barinn á Riis verður að sjálfsögðu opinn á keppninni, en keppnir eins og þessar eru að sjálfsögðu líka ætlaðar þeim sem vilja bara fá sér vatnsglas eða sterkt kaffi hjá Báru.