05/11/2024

Súpufundir í vetur – Kaupfélagið á fyrsta fundi

ksh

Í vetur ætlar Þróunarsetrið á Hólmavík að standa fyrir súpufundum í hádeginu á fimmtudögum þar sem fyrirtæki, mannlíf og menning verða kynnt. Fyrsti fundur vetrarins verður í pakkhúsinu á Café Riis fimmtudaginn 31. okt. kl. 12:05. Þar kynnir Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík starfsemi sína. Allir hjartanlega velkomnir, súpan er seld á kr. 1.200.-