22/12/2024

Sumarslátrun hafin á Blönduósi

Sumarslátrun sauðfjár er hafin hjá SAH Afurðum ehf á Blönduósi. Slátrað var
síðastliðinn föstudag og svo aftur á mánudaginn. Samtals er búið að slátra
ríflega 300 fjár og hefur vigt verið ágæt og flokkun mjög góð. Álagsgreiðslur
SAH Afurða ehf. vegna sumarslátrunar eru þær sömu og á liðnu ári. Upplýsingar um
þær og sláturdaga er hægt að fá hjá sláturhússtjóra.