22/12/2024

Sumarhátíð í Sævangi í dag

Nú er verið að leggja lokahönd á undirbúning fyrir Sumarhátíðina í Sævangi sem haldin verður í dag og hefst kl. 14:00. Byrjar með leikjum á íþróttavellinum fyrir börn og fullorðna, eða inni í Sævangi eftir því hvernig viðrar þá stundina. Um kl. 15:00 hefst svo kraftakeppnin Strandamaðurinn sterkasti. Þar er keppt í fjórum greinum og keppendur skrá sig á staðnum – m.a. dráttarvéladrætti og belgjakasti. Glæsilegt kaffihlaðborð er á boðstólum frá kl. 14-18.