22/12/2024

Sumardvali að baki hjá strandir.saudfjarsetur.is?


Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur verið í hálfgerðum sumardvala síðustu vikurnar og fáar fréttir litið dagsins ljós. Helst hafa það verið tilkynningar um viðburði sem birtar hafa verið. Ætlunin er að viðsnúningur verði nú með haustinu og vefurinn hökti í gang að nýju og birti fréttir og myndir af mannlífi og menningu á Ströndum. Engu er samt lofað um afköstin eða daglegar uppfærslur. Þeir sem hafa fréttatilkynningar eða skemmtilega fróðleiksmola eru hvattir til að senda þá á ritstjórn á netfangið strandir@strandir.saudfjarsetur.is. Ekki þykir lakara að viðeigandi mynd eða myndir fylgi.