22/12/2024

Styrkir til að bæta þjónustu við börn

Á þessu ári er veitt 80 milljónum í styrki til fjölbreyttra verkefna með það að markmiði að efla og bæta nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Styrkirnir eru veittir á grundvelli samstarfssamnings mennta- og menningarmála­ráðu­­neytis, velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um tilraunaverkefni til styrktar langveikum börnum og börnum með ofvirkni og athyglisbrest sem undirritaður var 4. desember 2009. Alls bárust umsóknir um styrki til 125 verkefna frá 36 aðilum að þessu sinni og komu 680 þúsund í hlut Strandabyggðar.