19/09/2024

strandir.saudfjarsetur.is í vinabæjarheimsókn

Merki vinabæjarins Arslev i DanmarkÍ tilefni af opnun fréttavefjarins strandir.saudfjarsetur.is mun Sigurður Atlason, einn fjölmargra fréttaritara vefjarins, fara í vinabæjarheimsókn til Årslev á morgun og færa tíðindi þaðan inn á fréttavefinn.

Sigurður sem er staddur í Danmörku ætlar að nota tækifærið og eyða einum degi í Årslev fyrir jólin og taka púlsinn á jólastemningunni þar. Hann mun hitta íbúa bæjarins máli og kanna sérstaklega hvað þeir hafa að segja um jólahaldið og allt umstangið sem tilheyrir þeim.

Årslev er mörgum Strandamönnum vel kunnugur, og margir Hólmvíkingar hafa notað tækifærið og heimsótt bæinn eftir að komið var á vinabæjasamskiptunum fyrir nokkrum árum. Þar er skemmst að minnast heimsóknar kvennakórsins Norðurljós sem heimsótti Årslev um miðjan október. Margir nemendur grunnskólans hafa einnig farið í heimsókn reglulega til Årslev undanfarin ár og komið heim með góðar minningar.

Hólmavík og Årslev eru þátttakendur í norrænni vinabæjakeðju ásamt sveitarfélögunum Hole í Noregi, Takum í Svíþjóð og Merimasku í Finnlandi.

Fylgist með vinabæjarheimsókn strandir.saudfjarsetur.is til Årslev næstu daga og lesið um hvað "vores nordiske venner bedriver om julen".