22/12/2024

strandir.saudfjarsetur.is á fullri ferð

Nú eru aðeins þrír dagar í að keppnistímabilið í Formúlu 1 hefjist. Ökumenn og keppnislið eru farin að flykkjast á Sakhir-brautina í Bahrain til að taka þátt í fyrstu keppninni sem verður án efa æsispennandi. Á sama tíma eru Strandamenn að hópast saman í Liðstjóraleik vefjarins formula.is. Þar keppa fjölmargir Strandamenn saman í deildinni strandir.saudfjarsetur.is, en hún varð í öðru sæti í deildarkeppninni á síðustu formúluvertíð. Veittur er veglegur bikar til varðveislu fyrir þann sem bestum árangri nær í deildinni. Það er auðvelt að skrá sig eins og lesa má hér fyrir neðan, en áhugasamir ættu að drífa í því að skrá sig í leikinn áður en fyrsta keppnin hefst eftir þrjá daga.

Til að skrá liðið sitt í keppnisdeildina strandir.saudfjarsetur.is þar sem Strandamenn og sérlegir vinir þeirra keppa sín á milli og við aðrar deildir þarf að þekkja kenniorð deildarinnar sem er "strandir.saudfjarsetur.is" og lykilorð í sveitina sem er "strandir". Þátttökugjald í Liðstjóraleiknum er aðeins kr. 1.000.- sem hægt er að greiða í heimabanka. Þeir sem tóku þátt í deildinni í fyrra þurfa ekki að skrá sig aftur í hana og lið þeirra eru enn til staðar, þannig að nóg er að rifja upp lykilorðið sem menn nota til að vinna með liðið sitt. Alllar nánari reglur leiksins eru útskýrðar á ítarlegan hátt á vefsíðu hans.