22/12/2024

Strandamenn á heimaslóðum eru 767

DrangsnesSamkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um mannfjölda á miðju árinu 2007 eru Strandamenn sem eiga lögheimili á svæðinu 767 þann 1. júlí 2007. Það eru 10 fleiri en í árslok 2006 og 1 fleiri en á sama tíma ári áður. Í Árneshreppi sem er fámennasta sveitarfélag landsins eiga 47 heimili þann 1. júlí, í Kaldrananeshreppi eru 109 íbúar, í Strandabyggð búa 507 og í Bæjarhreppi 104. Sveitarfélög á landinu öllu sem færri en 100 manns búa í eru sex talsins, en sveitarfélögin eru 79 alls.

Ef hlutföllin milli dreifbýlis og þéttbýlis á Ströndum eru skoðuð kemur í ljós að á Hólmavík búa 385, á Drangsnesi 69, Borðeyri 27 og í dreifbýlinu búa 286 eða vel yfir þriðjungur Strandamanna.