22/12/2024

Strandahestar tölta af stað

Fyrirtækið Strandahestar sem hefur höfuðstöðvar og hesthús á Víðidalsá mun í sumar bjóða heimamönnum og ferðafólki upp á styttri hestaferðir í nágrenni Hólmavíkur. Á næstu árum ætlar fyrirtækið síðan að markaðssetja sex daga ferðir norður á Strandir, þ.e. frá Hólmavík norður í Trékyllisvík og suður Trékyllisheiði. Þetta kemur fram á nýjum vef Strandahesta – www.strandahestar.is. Einnig er boðið upp á reiðnámskeið, leiðbeiningar og kennslu og eru um 40 manns á reiðnámskeiðum hjá Strandahestum þessa vikuna í átta hópum. Upplýsingar og pantanir eru í síma 862-3263 og 451-3262.