22/12/2024

Strandabyggð hyggst hækka útsvarsprósentuna

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær var fjallað um þá fyrirætlun ríkisvaldsins að veita sveitarfélögunum heimild til hækkunar útsvars úr 13,03% í 13,28%. Fram kom á fundinum að samkvæmt lögum um Jöfnunarsjóð verða sveitarfélög að nýta sér hámarksálagningu útsvars til að fá aukaframlag frá sjóðnum. Sveitarstjórn samþykkti síðan samhljóða að hækka útsvarsprósentuna í 13,28%.