13/01/2025

Strandabyggð fær 9,6 milljónir

HólmavíkFélagsmálaráðherra hefur samþykkt tillögur frá ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun á 350 milljónum til sveitarfélaga í landinu vegna íbúafækkunar á árunum 2001-5. Um er að ræða helminginn af 700 milljóna aukaframlagi ríkisins til Jöfnunarsjóðs. Strandabyggð fær tæpar 9,6 milljónir í sinn hlut, Kaldrananeshreppur tæpar 2,3 og Árneshreppur tæpar 1,3 milljónir. Bæjarhreppur fær ekki framlag að þessu sinni, enda hefur íbúaþróun þar ekki verið eins neikvæð og í hinum sveitarfélögunum.