22/12/2024

Stórtónleikar í Hólmavíkurkirkju

Kór Átthagafélags Strandamanna og Rökkurkórinn úr Skagafirði halda sameiginlega tónleika í Hólmavíkurkirkju föstudaginn 1. júní kl. 20:00. Efnisskrá kóranna er við allra hæfi, létt og skemmtileg. Stjórnandi Kórs Átthagafélagsins er Krisztina Szklenár og píanóleikari Judith Þorbergsson. Stjórnandi Rökkurkórsins er Sveinn Sigurbjörnsson og píanóleikari er Rögnvaldur Valbergsson. Aðgöngumiðaverð er 2.000.- krónur og frítt fyrir 14 ára og yngri.