23/04/2024

Stórskemmtilegt kassabílarall

Eitt af dagskráratriðunum á Hamingjudögum um síðustu helgi var kassabílarall sem fór fram á Höfðagötu, mili Galdrasýningarinnar og Café Riis. Þarna voru mörg skemmtileg ökutæki og margir sem spreyttu sig við að ýta og stýra. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is hefur enga hugmynd um hver sigraði í rallinu, enda var virtist áherslan frekar lögð á skemmtunina og að allir fengju að prófa sem áhuga höfðu. Fjöldi manns safnaðist saman í góða veðrinu til að spjalla saman, hafa gaman og fylgjast með rallinu.

Frá kassabílaralli – ljósm. Jón Jónsson