23/12/2024

Stefnt að fækkun sýslumanna

Sýsluskrifstofan á efstu hæðRíkisvaldið stefnir að því að fækka sýslumannsembættum í landinu úr 24 í 7 í sparnaðarskyni. Eins er ætlunin að gera breytingar á starfsemi embættanna og gera þau hæfari til að sinna flóknum og sérhæfðum verkefnum. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra greindi frá þessum tillögum á fundi með sýslumönnum, en frá þessu er sagt á www.ruv.is. Verður einn sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu og einn á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi og Reykjanesi. Mögulegt er að útibú verði áfram á nokkrum stöðum til viðbótar sem sjái um ýmsa nærþjónustu. Á Hólmavík hefur sýslumaður Strandamanna haft aðsetur frá 1939, en áður á Borðeyri og Bæ í Hrútafirði, Óspakseyri, Felli og Broddanesi og fleiri stöðum sunnar í sýslu.